Hvernig á að mæla draglengd.

Eitt af því fyrsta sem þarf að gera þegar verið er að velja boga er að vita draglengd.

Hvernig er það gert.

Þessi aðferð er einföldust og virkar.

Fyrst standa upp við vegg, og svo breiða út hendurnar, láta lófa vísa fram og vera afslappaður í öxlum ekki ýta þeim upp.

Næst skaltu setja límbnad eða plástur við endan á löngutöng sitthvorum meginn.

Þar næst skaltu mæla á milli merkinga.

Þetta kallast faðmlengd viðkomandi.

Þegar það er komið þá skal deila í það með 2,5

Dæmi
Tommur
Faðmur = 52″
52″ ÷ 2.5 = 20.8″

Námunda skal upp eða niður þannig það muni 1/2″ 20,8 = 21 og 20,6 = 20,5″

Viðmiðuna tafla. Lengd á boga miðað við draglend.
14″ til 16″ = 48″ Bogi
17″ til 20″ = 54″ Bogi
20″ til 22″ = 58″ Bogi
22″ til 24″ = 62″ Bogi
24″ til 26″ = 64″ til 66″ Bogi
26″ til 28″ = 66″ til 68″ Bogi
28″ til 30″ = 68″ til 70″ Bogi
31″ og lengri = 70″ til 72″ Bogi